Visit Reykhólahreppur
Byrjaðu ferðalagið hjá okkur

Gististaðir

Djúpidalur
Djúpidalur er staðsettur í Djúpafirði og býður upp á gistingu í sér húsi
og herbergjum, uppbúin rúm og svefnpokapláss með eldunaraðstöðu.
Sundlaug með heitum potti er á staðnum sem er opin almenning –
afgreiðsla í heimahúsi. Opið er allt árið.


Gistiheimilið Álftaland
Gistiheimilið Álftaland býður upp gistingu fyrir einstaklinga og hópa
allt árið. Í boði eru 8 tveggja manna herbergi og 2 eins manns
herbergi með eða án morgunverðar, svefnpokapláss einnig í boði. Á
sólpalli fyrir framan húsið eru heitir pottar, gufuklefi og stórt grill.
Tjaldstæði með góðri aðstöðu. Gott aðgengi fyrir fatlaða.


Hótel Bjarkalundur
Hótel Bjarkalundur er opinn frá 1. maí til 30. október. Uppbúin rúm
fyrir 32 manns. 6 gestahús eru við hótelið með 2 rúmum hvert.
Veitingasalur er opinn kl. 8:00-22:00. Vínveitingar, verslun og sjoppa.
Tjaldsvæði með góðri aðstöðu. Bensínafgreiðsla N1. Veiðileyfi og
stuttar gönguleiðir í næsta nágrenni. Gott aðgengi fyrir fatlaða.


Miðjanes
Miðjanes – Ferðaþjónusta bænda. Gistiaðstaða fyrir 4-5 manns í íbúð
með sérinngangi. Í boði uppbúin rúm og svefnpokapláss.
Morgunverður í boði ef óskað er. Góð eldunaraðstaða. Netaðgangur.


Reykhólaskóli
Reykhólaskóli er leigður til ættarmóta og fleira. Frekari upplýsingar fást hjá skrifstofu Reykhólahrepps í síma 434-7880Gistimöguleikar í Flatey


Grænigarður og Krákuvör
Grænigarður og Krákuvör. Boðið er upp á gisting í sérhúsi fyrir 8
manns og íbúð fyrir 4 manns, svefnpokagisting eða sængur og koddar
í boði. Tjaldsvæði með snyrtiaðstöðu. Farangur fluttur til og frá
bryggju ef óskað er.


Ólína í Læknishúsinu
Ólína í Læknishúsinu. Gisting í 2 herbergjum og sumarhúsi fyrir 4-6
manns í uppbúnum rúmum og svefnpokagisting, eldunaraðstaða,
morgunverður. Opið 15. maí til 15. september.


Hótel Flatey
Hótel Flatey bíður upp á 7 tveggja manna herbergi, 1
ölskylduherbergi (3 rúm), svítur og 2 eins manns herbergi. Samtals 13
herbergi og 27 rúm. Veitingasala og reglulegar skemmtanir (nánari
upplýsingar á heimasíðu). Opið 1. júní til 31. ágúst.
 

Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 133410
Samtals gestir: 25616
Tölur uppfærðar: 14.11.2018 06:15:54