Visit Reykhólahreppur
Byrjaðu ferðalagið hjá okkur

13.04.2015 17:54

Bátadagar á Breiðafirði 3 - 5 júlí 2015

Bátadagar á Breiðafirði 3 - 5 júlí 2015

 

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR) í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum (BogH), gengst nú fyrir bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í áttunda sinn þann 4 júlí nk. Eru eigendur trébáta hvattir til að mæta með báta sína.

 

Nú er komið að því að heimsækja fjögur nes; Skálmarnes, Svínanes og Bæjarnes í Múlasveit og Skálanes í Gufudalssveit og þaðan síðan að lokum haldið að Stað á Reykjanesi þaðan sem ferðin hefst.

 

Saga þessara sveita er samofin sögu byggðar í Breiðafjaðareyjum. Eyjabændur versluðu eldivið (hrís og mó) og fengu að flytja fé til beitar á afréttum í Múla- og Gufudalssveita. Bændur í landi fengu báta frá skipasmiðum í eyjunum og versluðu við kaupmenn í Flatey og sóttu þangað læknisþjónustu o.fl. Flóabáturinn Konráð sigldi áætlunarferðir úr Flatey í Múlasveit.

 

Enginn bær í Múlasveit er lengur í byggð en hlunnindi eru víða nytjuð. Árið 1986 var síðast skráður íbúi í sveitinni en hún var síðar sameinuð Reykhólahreppi.

 

Með í för verða menn sem lifðu þá tíma er byggð var bæði í eyjunum og Múlasveit og munu miðla þekkingu sinn í ferðinni.  

 

 

Föstudagur 3. Júlí.  Safnast saman.

Ráðgert er að þáttakendur safnast saman á Reykhólum á föstudaginn 3 júlí. Flóð er um kl. 20 um kvöldið og þá er gott að setja bátana niður við höfnina á Stað á Reykjanesi, þaðan sem farið verður í siglinguna daginn eftir.

 

Laugardagur 4. Júlí..

Á laugardagsmorgun verður haldið frá Stað um kl. 10 en þá er aðeins farið að falla út og við höfum því fallið með okkur. Siglt sem leið liggur að Klauf á Skálmarnesi. Búið var í Skámarnesmúla til 1975. Eftir að hafa skoðað Skálmarnesið verður siglt til að Svínanesi þar sem búið var til 1959. Í litli koti Svínanesseli dvaldi Halldór Kiljan Laxness um tíma þegar hann var að safna efni í Sjálfstætt fólk. Þar voru búskaparhættir líkir því sem verið hafði um aldir og þeim lýsir hann vel í sögunni. Því næst verður siglt yfir að Bæjarnesi en þar var búið til 1962. Frá Bæjarnesi siglum við að Skálanesi þar sem lengi var rekið kaupfélag og bensínafgreiðsla. Á Skálanesi búa hjónin Sveinn Berg Hallgrímsson og Andrea Björnsdóttir. Frá Skálanesi munum við síðan sigla að Stað á Reykjanesi. Háflóð er um kl. 21 um kvöldið þannig að þeir sem vilja geta tekið báta sína upp við ferðalok. Gera má ráð fyrir að ferðin taki um 6-8 klst.  Stefnum síðan á sameiginlegt grill um kvöldið.

 

Að sjálfsögðu ráða aðstæður, sjávarföll og veður, mestu um hvernig siglingarnar verða og áætlunin getur því breyst ef aðstæður krefjast. Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð.

 

Formaður hvers báts er ábyrgur fyrir því að nauðsynlegur öryggisbúnaður sé fyrir hendi um borð. Allir súðbyrðingar er velkomnir og við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi.

 

Mjög góð aðstaða fyrir minni báta er á Reykhólum og á Stað og einnig er mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn í Reykhólasveit. Sjá nánar  á www.visitreykholahreppur.is/. Báta- og hlunnindasýningin verður opin alla dagana. http://visitreykholahreppur.is/page/34165/.

 

Frekari upplýsingar veita: Harpa Eiríksdóttir, info@reykholar.is,  s: 8941011 og

Sigurður Bergsveinsson, sberg@isholf.is, s: 8939787

13.04.2015 17:30

Vorið að mæta á svæðið

Það mætti halda að vefurinn væri björn sem lagðist í vetrardvala. En við stefnum á að vera aðeins virkari á komandi mánuðum en þeim sem hafa liðið.... enda er vorið að koma í sveitina

 

Veturinn hefur verið ansi langur að mati sveitunga og hlökkum við til að takast á við hækkandi sól og aðeins betra veður

 

Breytingar hafa verið á ferðaþjónustu á svæðinu, gistiheimilið Álftaland lokaði í haust og Hólakaup lokaði 31, desember 2014.

Hólabúð opnaði síðan núna í loka mars 

Lómarnir eru mættir á Langavatn - syngja daginn út og inn.

 

Breytingar eiga sér stað á síðunni sem og þeirri ensku - erum að uppfæra allt fyrir sumarið - munum láta ykkur vita þegar þeirri vinnu er lokið. En þessi vefur er allur gerður í sjálfboðavinnu svo þetta mun taka smá tíma - þar sem eigandi síðunnar er víst í nokkrum vinnum

 

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar

VisitReykhólahreppur

18.08.2014 11:30

Breyttur opnunartími í Hólakaup

 

Verslunin Hólakaup.
Verslunin Hólakaup.

Afgreiðslutíminn í versluninni Hólakaupum á Reykhólum styttist frá og með deginum í dag eins og venjulega á haustin.

Framvegis verður opið frá mánudegi til föstudags kl. 10-17 (ath. til kl. 17, ekki 18), á laugardögum kl. 12-17 og LOKAÐ á sunnudögum. Ekki verður lengur hægt að reikna með að Eyvi kaupmaður verði kominn kl. 7 á morgnana eins og langflesta daga síðustu árin. „Núna er ég að fara að undirbúa það sem mig langar til að gera,“ segir hann.

 

„Ég verð nú samt í búðinni í afleysingum þegar ég verð á svæðinu í haust. Annars verða Ólafía og Katla systir hennar með búðina.“

18.08.2014 11:27

Grettislaug - breyttur opnunartími

Tímarnir í Grettislaug breytast

Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

 

Breytingar verða á tímunum þegar Grettislaug á Reykhólum er opin bæði núna í dag og aftur um næstu mánaðamót.

Frá og með mánudegi og til mánaðamóta verður laugin opin alla daga vikunnar kl. 17.30-21. Frá 1. september og fram á vor verður hún opin fimm daga í viku: Á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum verður hún opin kl. 17-21 en á laugardögum kl. 12-16.

Lokað verður á þriðjudögum og sunnudögum.

 

Frávik frá þessu verður sem endranær um réttirnar. Réttarhelgina 19. og 20. september (föstudag og laugardag) verður laugin opin kl. 18-22.

 

Sagt er frá þessu á reykholar.is

22.07.2014 21:59

Bátabíó hvaða myndir verða sýndar

Myndirnar sem sýndar verða á Bátabíó eru

 

Kl. 16 Verða Furðufuglarnir sýndir á íslensku

Kl. 18 verður Street dance á ensku með íslenskum texta

 

Sjoppa á staðnum :)

Kveðja

Bátabíó

15.07.2014 16:04

Reykhóladagar - dagskráin mætt á svæðið

 

Dagskrá Reykhóladaganna 2014 frágengin

Frá Reykhóladögum í fyrra.
Frá Reykhóladögum í fyrra.
 

Byggðarhátíðin árvissa Reykhóladagar verður að þessu sinni 24.-27. júlí. Þorkell Heiðarsson umsjónarmaður hátíðarinnar hefur lokið við að ganga frá dagskránni, sem hefst síðdegis á fimmtudegi og stendur fram á miðjan dag á sunnudag. Hér er of langt mál að gera dagskránni skil í einstökum atriðum heldur skal vísað í hana í heild (sjá tengil hér fyrir neðan). Þó má geta þess sem einna helst má kalla fréttnæmt: Hljómsveitin ástsæla Spaðar verður með miðnæturtónleika á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum á fimmtudagskvöldinu. Þetta er í fyrsta skipti sem Spaðar leika á meginlandi Reykhólahrepps, en þeir hafa alloft spilað í Flatey.

 

Skráningar á viðburði, skemmtanir og markað eru hjá Þorkeli umsjónarmanni. Til hans má einnig senda fyrirspurnir og athugasemdir tengdar hátíðinni. Síminn er 822 7808 og netfangið reykholadagar2014@gmail.com.

 

 Dagskrá Reykhóladaga 2014

 

 Fylgist líka með á Facebooksíðu hátíðarinnar (Reykhóladagar).

 

Vinsamlega deilið þessu sem víðast! Wink

 

Frétt fengin af Reykhólavefnum - minnum fólk á að fylgjast með hér og á Reykhólavefnum og á facebook til að heyra nýjustu fréttir í tengingu við dagana. Nú er bara að byrja að skreyta :)

Dagskrá Reykhóladaga

15.07.2014 12:28

Reykhóladagar 2014 Bátabíóið

Nú fer að styttast í þessa flottu bæjarhátíð okkar og eins og vanalega verður Bátabíóið á sýnum stað.

 

Ákveðið hefur verið að hafa 2 bíósýningar og hér geta krakkar og foreldrar valið hvaða myndir verða sýndar. Frítt er í Bátabíó :)

 

Það sem í boði á fyrri sýningunni kl. 16.00

Frosin

Strumparnir 2

Furðufuglar

 

Það sem er í boði á seinni sýningunni kl 18

 

Furðufuglar

Turbó

Skýjað með líkum á kjötbollum 2

Street dance - á ensku

 

Til að kjósa þá getur fólk skrifað athugasemd hér að neðan. Í nafn er skrifað 16 bíó eða 18 bíó og nafn myndarinnar í bæta við áliti

 

Kosningu líkur mánudaginn 21. júlí og verður tilkynnt um kvöldið hvaða myndir hafa verið fyrir valinu.

Sjoppa verður á staðnum :)

 

04.07.2014 11:40

Afmælismessa í Staðarkirkju á Reykjanesi

 

Kirkjan á Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit er 150 ára um þessar mundir, en hún var vígð sumarið 1864*). Á morgun, laugardag, messar sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur í kirkjunni gömlu og fallegu á Stað. Undirleikari er Viðar Guðmundsson sem spilar á harmoniku og verður almennur safnaðarsöngur í messunni. Kaffi að lokinni guðsþjónustu.

 

Þrátt fyrir eftirgrennslan umsjónarmanns vefjarins hefur honum ekki tekist að finna vígsludag kirkjunnar á Stað. Hins vegar er tvisvar getið um aldarafmæli hennar í Morgunblaðinu sumarið 1964 (sjá myndirnar sem hér fylgja) og hafa fyrra tilvikinu verið gerð skil hér á Reykhólavefnum (sjá tengil hér fyrir neðan).

 
 

 

____________________

 

*) Hér skal staðhæft, að óhugsandi sé annað en kirkjan hafi verið vígð að sumarlagi og þarf naumast að rökstyðja það. Auk þess má nefna, að biskup Íslands á þeim tíma, Helgi Thordersen, var þá orðinn allroskinn á þeirrar tíðar mælikvarða og naumast til mikilla ferðalaga nema við bestu aðstæður, ef hann hefur þá annast vígsluna, eins og sennilegt má telja.

 

Sjá nánar um heimsókn á Stað fyrir hálfri öld og minningarorð um hjónin á Stað:

 Aðfangadagur 2013: Fegurð við Breiðafjörð og heimsókn á Stað

 

Frétt af Reykhólavefnum

04.07.2014 10:58

Sýningin Dalir og hólar 2014 á átta stöðum

Myndlistarsýningin Dalir og hólar 2014 – LITUR verður opnuð í Ólafsdal við Gilsfjörð kl. 15-18 á laugardag, en hún verður síðan á átta stöðum í Dalabyggð og Reykhólahreppi, þar af tveimur á Reykhólum, fram til 10. ágúst. Á sýningunni eru verk eftir myndlistamennina Bjarka Bragason, Eygló Harðardóttur, Gerd Tinglum, Loga Bjarnason og Tuma Magnússon.

 

 

Sýningin kallast á við fyrri Dala- og hóla-sýningar að því leyti, að hún hefur að markmiði að taka þátt í mannlífi svæðisins, efna til samstarfs við heimamenn og leiða sýningargesti í ferðalag um þetta fjölbreytta og fallega svæði sem umlykur Breiðafjörðinn, segir í kynningu. Sýningin er á ýmsum stöðum á svæðinu og verkin geta verið t.d. á atvinnusvæði, í yfirgefnum húsum eða utandyra.

 

Þema sýningarinnar að þessu sinni er LITUR. Listamennirnir munu vinna verk sérstaklega fyrir sýninguna þar sem hugtakið litur verður skoðað út frá bæði hlutlægum og huglægum gildum. Viðfangsefnið er áhrif lita, vægi og merking þeirra í gegnum söguna, í umhverfi og listum.

 

 

 

Myndlistasjóður styrkir Dali og hóla 2014. Framlag listamannanna, örlæti eigenda staðanna á svæðinu og stuðningur Ólafsdalsfélagsins, Nýpurhyrnu, Dalabyggðar/Byggðasafns Dalamanna og Reykhólasveitar hafa gert þessa sýningu mögulega.

 

 

Sýningarstjórn skipa Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir.

 

Nánar hér á vef sýningarinnar

 

Sjá einnig m.a. um fyrstu sýningarnar:

 07.08.2009 Sýningin Dalir - hólar - handverk

 08.08.2008 Einhver áhugaverðasta myndlistaruppákoma sumarsins

 29.07.2008 Draga sýningargesti í ferðalag

 17.06.2008 Átta tengdar sýningar á átta stöðum

 

Frétt af Reykhólavefnum

24.06.2014 11:17

Bátadagar 2014 Frestast

Bátadagar á Breiðafirði 5 og 6 júlí 2014 verður frestað um eina viku vegna veðurs og verða helgina 11. - 13. júlí 2014


Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar (FÁBB) í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum
(BogH), gengst nú fyrir bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í sjötta sinn þann 12. og 13. júlí nk. Eru eigendur
trébáta hvattir til að mæta með báta sína.

 


Föstudagur 11. Júlí. Safnast saman.


Ráðgert er að þáttakendur safnast saman á Reykhólum á föstudaginn 11 júlí. Góðar aðstæður til gistingar eru á
svæðinu. Ef aðstæður leyfa verður möguleiki á að þáttakendur grilli saman á föstudagskvöldinu.


Laugardagur 12. Júlí. Leikur og alvara í og við Reykhólahöfn.


Á laugardagsmorgun verður mætt í Reykhólahöfn og bátarnir sýndir. Notaðar verða árar, segl og vélar eftir því
sem aðstæður leyfa. Sérstaklega verður hugað að yngstu kynslóðinni og henni m.a. kennt/sýnt að róa.
Kunnáttumenn verða á svæðinu og kynna mismunandi báta og skýra notkun þeirra við dagleg störf við
Breiðafjörð í gegnum aldirnar. Stefnum á sameiginlegt grill um kvöldið.